Eru lífeyrissjóðir landsins og bankarnir að ráðast á krónuna ?

Er það rétt að þessir stóru fjárhirðar, sem eru í eigu almennings, séu að búa til gengisbreytingar til að auka sína ávöxtun ? Og um leið að setja vísitöluhækkun í gang algjörlega að óþörfu. Gengisbreytingar ISK gagnvart erlendum gjaldmiðlum myndast af eðlilegum viðskiptum af inn- og útflutningi, en ekki braski af lífeyrissjóðum og bönkum. Erum við komin í sömu stöðu og vorið 2008? Nú þarf Seðlabankinn að vinna gegn þessum fjárhirðum, þetta er alveg galið.
mbl.is Seðlabankinn greip inn í markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

 Ertu að hvetja til þess að seðlabankinn hækki stýrivexti, eins og hann gerði án nokkurs árangurs árið 2008?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2018 kl. 21:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bankinn hefur fleiri úrræði, Guðmundur, eins og t.d. að kaupa krónur.

Hvert gengið á nákvæmlega að vera er vissulega erfitt að segja, en hitt er rétt hjá pistlahöfundi að þar eiga vöruskipti að ráða mestu. Alveg er út í hött að fjármálastofnanir eða fjársterkir aðilar skuli getað stjórnað gengi gjaldmiðils heillar þjóðar. Það má ekki og á ekki! 

Árás George Soros á breska pundið á sínum tíma ætti að vera víti til varnaðar.

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2018 kl. 08:45

3 Smámynd: Björn Stefán Eysteinsson

Ef einhver heldur að hærri eða lægri stýrivextir Seðlabankans orsaki gengisbreytingar, þá er viðkomandi á villigötum. Hins vegar mætti Seðlabankinn setja skorður á viðskipti með gjaldeyri, t.d. að banna lífeyrissjóðum og bönkum að kaupa eða selja gjaldeyri eingöngu til þess að braska með hann.  Lífeyrissjóður eiga að ávaxta inneignir landsmanna með öðrum hætti en með gengisbraski.  Bankar eiga heldur ekki að hafa heimild til að kaupa og selja gjaldeyri nema í þeim tilgangi að jafna efnahagsreikning sinn ( t.d. ef ósamræmi myndast með íslenskar eignir og skuldir vs erlendar eignir og skuldir)...aldrei til að braska með gjaldeyri.

Björn Stefán Eysteinsson, 24.10.2018 kl. 11:34

4 Smámynd: Björn Stefán Eysteinsson

Er einhversstaðar hægt að fá upplýsingar frá degi til dags hverjir eru að kaupa erlendan gjaldeyri t.d. fyrir meira en kr 20 millj pr aðila?

Björn Stefán Eysteinsson, 24.10.2018 kl. 13:06

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er yfirlýst fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna að ávaxta stóran hluta af sjóðum sínum erlendis.  Hendur þeirra voru bundnar í mörg ár vegna gjaldeyrirshaftanna en þessa dagana eru þeir að bæta sér upp tapaðan tíma.  Eins og sjá má daglega á falli íslensku krónunnar á bankavefjum.  Hvort megi svo birta þessar upplýsingar opinberlega er spurning.?

Kolbrún Hilmars, 24.10.2018 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Stefán Eysteinsson

Höfundur

Björn Stefán Eysteinsson
Björn Stefán Eysteinsson
Ferðafrömuður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband